miðvikudagur, 12. nóvember 2008

back to the future?

Í fréttum er þetta helst...
  • Í fyrradag keypti ég miða á KOL...kvitt!
  • Við höfum haldið okkur í úthverfum kaupmannahafnar (Songfri) síðustu daga milli þess sem við skreppum í siðmenninguna til að vinna og annað slíkt. Það er huggulegt í Songfri...þar er uppþvottvél, þvottavél og þurkari ásamt fullt fullt af skemmtilegum sjónvarpsstöðvum. Því öngum við nú sem vorið í nýþvegnu og lekkeru taui!
  • ÉG kem heim eftir 36 daga eiginlega 35...
  • Við fórum í bíó í gær...Burn after reading...good shit!
  • Ég prjóna líkt og það sé enginn morgundagur..
  • Samt er fimmtudagur á morgun...á fimmtudögum gilda reglur á SLesvigs...EkkERT sjónvarp! alveg eins og í gamla daga... þá má náttlega heldur ekki vera í tölvunni...þetta á að vera kvöldið sem maður gerir eitthvað skemmtilegt saman þar að segja EKKi glápa á tv eða meira flétta á milli 5 leiðinlegra stöðva...þetta mun vera annar þáttur í seríunni "sjónvarps- og tölvulausir fimmtudagar". Síðasta fimmtudag varð gnúsi smá að svindla því hann þurfti að læra fram á nótt...og það í tölvu...en það var ekki skemmtiefni...ég gat prjónað á meðan og hlustað á tónlist þannig ég dó ekki úr leiðindum...en á morgun er þáttur tvö og fer hann fram í Malmö...við ætlum að taka dagsferð til sverge þar sem gnúsinn ákvað að taka sér frí því hann er búin að vera mega mega upptekinn...þrjár greinar...Mastersritgerðar fundur...leiðbeinanda fundur og jeg ved ikke vad...en hann ætlar sem sagt að stela mér á morgun og hlakka ég rosa til...
  • AFi, Olga og famelí koma eftir 10 daga...ég hlakka mega mega til...
  • ÉG er bara almennt glöð með lífið þessa dagana og segi því kút!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...


En þú hugguleg að prjóna svona mikið, verður pakkinn á litlu jólunum mjúkur frá þér??? :)

Sniðugt hjá ykkur að hafa sjónvarps og tölvulausa fimmtudaga....ég sjónvarpssjúka konan og Palli tölvusjúki maðurinn hefðum gott af því.

Hlakka til að sjá þig eftir ca mánuð.

Kv.Guðný

Nafnlaus sagði...

Ekki að fatta , komenteraði um daginn hér en það ekki byrst.
Er blokkað að múttu eða er hún svona vitlaus.
Reyni aftur !!!!!!

fanneyf sagði...

Hehe - þið eruð svo krúttuð elskurnar. Ég og Auðunn hefðum gott af því að taka ykkur til fyrirmyndar í þessu - en ég myndi hafa það þriðjudag - þar sem það er of gott sjónvarp á fimmtudögum.
Luv and kisses