Minningagrein byrt í morgunblaðinu 7 júlí 2008:
Hvernig á maður eiginlega að skrifa minningargrein sem maður vonaðist alltaf til að þurfa aldrei að skrifa...það er erfitt! Mjög erfitt! Það er líka erfitt að hugsa til þess að næstu jól verður engin amma Lillý við endann á borðinu í Reykjabyggðinni...engin amma Lillý að taka myndir á filmumyndavél...eða að segja afa að vera ekki með puttan fyrir flassinu...engin amma Lillý að geta hvað er í pökkunum áður en þeir eru opnaðir...engin amma Lillý að lesa upp happaþrennuleikinn annan í jólum...og það sem verst er engin amma Lillý til að faðma og tala við um hitt og þetta.
Elsku amman mín ég sakna þín!
Elsku amman mín ég er svo þakklát fyrir að hafa flogið yfir hafið og fengið yndislegar stundir með þér rétt áður en þú kvaddir...ómetanlegt! Jafn ómetanlegt og allar þær óteljandi minningar sem ég á um þig...ég geymi þær eins og gull við hliðina á gullskónum mínum...þessum rauðu mannstu?
En elsku amman mín...það hjálpar mér í gegnum sorgina að hugsa til þín dansandi á bómullarhnoðrunum þarna uppi og að ég viti að við munum hittast aftur...hvenær sem það nú verður. Þangað til segi ég takk elsku amman mín fyrir allt!
Þín Ingí pingí

Hvernig á maður eiginlega að skrifa minningargrein sem maður vonaðist alltaf til að þurfa aldrei að skrifa...það er erfitt! Mjög erfitt! Það er líka erfitt að hugsa til þess að næstu jól verður engin amma Lillý við endann á borðinu í Reykjabyggðinni...engin amma Lillý að taka myndir á filmumyndavél...eða að segja afa að vera ekki með puttan fyrir flassinu...engin amma Lillý að geta hvað er í pökkunum áður en þeir eru opnaðir...engin amma Lillý að lesa upp happaþrennuleikinn annan í jólum...og það sem verst er engin amma Lillý til að faðma og tala við um hitt og þetta.
Elsku amman mín ég sakna þín!
Elsku amman mín ég er svo þakklát fyrir að hafa flogið yfir hafið og fengið yndislegar stundir með þér rétt áður en þú kvaddir...ómetanlegt! Jafn ómetanlegt og allar þær óteljandi minningar sem ég á um þig...ég geymi þær eins og gull við hliðina á gullskónum mínum...þessum rauðu mannstu?
En elsku amman mín...það hjálpar mér í gegnum sorgina að hugsa til þín dansandi á bómullarhnoðrunum þarna uppi og að ég viti að við munum hittast aftur...hvenær sem það nú verður. Þangað til segi ég takk elsku amman mín fyrir allt!
Þín Ingí pingí
Nú fer alveg að koma að þessum blessuðu jólum sem mér fannst vera svo langt í burtu þegar ég kvaddi þig elsku amman mín. Ég var viss um að ég væri búin að jafna mig að mestu um jólin...ég var barnaleg!!...ég er svo langt frá því að vera búin að jafna mig & hvað þá sætta mig við þetta...þetta er mis erfitt...oftast yfirstíganlegt...þó mér finnist það stundum ekki...þá leyfi ég mér bara að skrúfa frá og læt renna...það er gott eftir á en samt svo sárt...því sama hversu mikinn straum ég set á & hversu lengi ég læt renna þá verður það ekki til þess að þú komir aftur...en ég er glöð fyrir minninguna sem lifir hjá mér...elsku amman mín ég óska þér GlEðilEgRa jÓlA! & sendi risa risa risa fingurkoss!
3 ummæli:
Elsku elsku dúllan mín. Þá blossaði upp þessi augnsjúkdómur sem er að hrjá mann þessa dagana, við þessi fallegu skrif þín . Afa var að dreyma dísina sína þar sem hún var í rútu og brosti til hans í gegnum rúðuna. Hún er í ferðalagi og hefur örugglega komið við hjá þér. Bara 2 dagar og þá get ég knúsað þig í spað. Mömmukossar og Mömmuknús.
En fallegt hjá þér elsku Ingibjörg.
Á morgun færðu mömmuknús - sem er besta knúsið.
Og á föstudag fullt af vinkonu knúsi.
Ég bara get ekki hætt að gráta og mun ekki gera það, það kemur ömmustár hjá mér daglega og ræð ekki við það. Ég sakna hennar svooooo.
Ekki margir klukkutímar í að ég setjist upp í bíl á leið að sækja þig elsku Bibba mín.
Litla sys
Skrifa ummæli