mánudagur, 22. júní 2009

Komin heim

Jæja þá er maður komin til köben á ný og er það barasta ágætt...ég verð nú að viðurkenna það samt að ég kann mun betur við mig á íslandi í fríi en vinnandi í köben...
Það má segja að íslandsförin hafi tekið sinn t0ll...síðan ég kom heim hef ég sofið þrisvar sinnum meira en alla vikuna á íslandi...er líka búin að vera með hósta og hor...og ofnæmi oní það...en nóg af væli

ÍSland var æði...gerði heilan helling en hefði viljað gera hellings meira...takk allir fyrir góðan tíma...ég reyndi að setja myndir inn á síðuna mína...án árangurs...ástæða: búin með kvótann þarf eitthvað að finna út úr þessu! þangað til læt ég nokkrar uppáhalds fylgja hér...þangað til næst sendi ég kossa og knúz

Lovísa Lillý og Afi Pétur í skírn á 17. júní

Lovísan í kjólnum sem ég prjónaði

Rólegheit á L-efunni


Alnöfnurnar

Grill með famelíunni & spánarfólkinu sem ég hef ekki hitt í fimm ár
*gaman saman*

ÉG á KlárLegA skilið THULE

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hornösin mín . Takk fyrir spjall áðan . Mikið er skemmtileg myndin af þér og ömmu þinni .. Svo er bara að gapa yfir gufu og drekka kandísvatn með sítrónu til að hrekja hósta og kvef í burtu.
Ástar saknaðar kveðjur.. Mamma

Julia sagði...

Þú getur keypt meiri Picasa kvóta, kostar held ég 10 dollara á ári og færð 200x pláss. Ég gerði það og virkar svaka vel :) Velkomin heim.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ! Það hefur greinilega verið mikið stuð á Íslandi hjá þér. Oh, það er alltaf yndislegt að komast heim og hitta fólkið sitt. Ég var að vonast til að geta loksins hitt þig á klakanum í sumar, en þar sem þú ert búin að fara heim í sumar efast ég um að þú farir aftur?? Skólinn er ekki búinn hjá okkur fyrr en 10. júlí svo við förum heim þann tólfta og verðum til 16. ágúst.
Stórt knús,
Saskia.

Nafnlaus sagði...

þú átt alltaf skilið einn Thule, hrikalega gaman að dillast saman á ellefunni...vonandi næ ég að kíkja til Köben á næstu misserum...
Hilsen Guðný