...og það þýðir að sumarið er miklu meira en hálfnað...
ég væli það nú ekkert...ekkert uppáhaldsumarið mitt svo sem...ágætt bara...en ég fer líka í sumarfrí í september...það verður kærkomið...við ætlum að fara til Tyrklands í íbúðina sem tengdó eiga þar og gera allt sem maður geriri í fríi...sofa út...lesa...skoða...drekka...borða...fara í sjóinn...og bara hafa það æðislega huggó...Josefine og Martin (æskuvinkona Gnúsans og hennar kæró) ætla að koma og vera með okkur í viku...það verður æðislegt að hafa félagsskap...
það sem er að frétta er svo sem ekki rosa margt...það sem stendur upp úr er að ég fór til svíþjóðar...Lund...og heimsótti Begguna mína og Gumman hennar...ég fór þangað á þriðjudaginn síðasta og var komin um hádegi í æðislegu veðri...við keyrðum svo til bæjar sem heitir Landskrona...þaðan sigldum við yfir á eyju sem heitir Ven...það var æðislegt...við leigðum okkur hjól og hjóluðum eyjuna þvera og endilanga og var það mega fallegt! mæli með dagsferð þangað...ég gisti svo nóttina og vorum við síðan á röltinu í bænum Lund daginn eftir...voða krúttlegur lítill bær...svo kvaddi ég Begguna og hélt til köb...síðan þá hafa dagar mínir litast mikið af vinnu, prjóni, svefni og glápi...gaypride flaug framhjá mér...en ég átti bara ágætis helgi...
Á morgun förum við í 85 ára afmæli hjá ömmu hans gnúsa...hvar ætli ég verði þegar ég er 85...það er rosa mikið...
Svo bíð ég spennt eftir að Valan komi til mín...og svo segi ég bless við hana og tek á móti Katrínu og hennar fylgifiskum tveim dögum seinna...þetta verður æðislegur mánuður!
en ég ætla að halda áfram að prjóna...bið því að heilsa í bíli...það eru komnar einhverjar myndir ...tekk it
3 ummæli:
Frábært, skemmtilegar myndir. Langar á eyjuna Ven, hvernig kemst maður þangað?
guð mig langar næstum aftur í svona maga þegar ég sá síðustu myndina af Beggu og flotta maganum hennar (en bara næstum samt). Begga vona að þú lesir þetta - mér finnst maginn þinn æðislegur :-) og býrðu í Lundi núna eða?
og takk fyrir góða hugmynd Ingibjörg - við ætlum einmitt að ferðast um Skåne þegar við erum búin í heimsókn hjá þér. held við ættum að skella okkur til Ven, grunar samt að við þurfum að labba með vagninn....
knús - Katrín
hrikalega hefur verið skemmtilegt hjá þér í júlí.....skemmtilegt að sjá Beggu í rúllukragakjól--svörtum í sólinni..það hefur verið huggulegt.
Knús Guðný
Skrifa ummæli