Var komin inn í skólann hérna í köb og átti að byrja hamingjusamlega þann 8 febrúar...með því sá ég fram á að eiga bara eftir að vinna tvö mánaðarmót í vinnunni minni...og gat talið niður dagana...þessu var síðan breytt með einu meili sem var sent á mig á föstudegi klukkan 15:19...innilega til hamingju með það!
Við erum búin að prófa að grátbiðja um að fá leyfi að ég byrji í feb en ég verð bara að sækja um í mars eins og aðrir...það getur verið erfitt að vera útlendingur í útlöndum.
Þetta blessaða skólavesen hefur ekki bara breytt því að ég sé ekki að fara í skóla í feb...það breytti því líka að við ætluðum að fara að ferðast í janúar...þar sem ég myndi hætta að vinna 31 des...það verður ekki úr því...ég ætlaði ekki heim um jólin til að ná að vinna allan des því þetta átti jú að vera síðasti mánuðurinn og vildi ég því fá full laun...ég mun líklega halda áfram í vinnunni í hálft ár...en kem samt ekki heim um jólin...! já og svo er margt annað sem var búið að plana samkvæmt þessari blessuðu skólainnkomu sem síðan rann út í sandinn...
Loksins er mánuðurinn kominn sem ég fer til íslands...nú eru akkúrat 15 dagar...alveg ekki að nenna að bíða...
Annars er bara ekkert að frétta héðan af bæ...Ég er komin í prjóna gírinn aftur og er það huggulegt...nú er ég að prjóna fyrstu ullarpeysuna...finnst það flókið en sjáum hvernig útkoman verður...
Við hjúin vorum í nánast tvær vikur um daginn í Sorgenfri þar sem tengdó búa og pössuðum húsið þeirra þar sem þau voru í útlöndum...það var æðislegt...vorum með arinn, stórt rúm, þvottavél og uppþvottavél, fallegt umhverfi og bara mikið pláss...það getur stundum verið gott að breyta um umhverfi...það var samt alveg gott að komast í siðmenninguna ég segi það ekki...en nauðsynlegt af og til að komast burt!
Ég er búin að setja inn myndir í september og oktober albúm...ef það er einhver sem les og skoðar:)
knús og kram
1 ummæli:
vííí blogg !!!! :)
leitt að heyra með skólann sæta .. en það er alltaf þannig að ef eitthvað leiðinlegt gerist þá gerist alltaf eitthvað skemmtilegt í kjölfarið eða aðrar dyr opnast ;)
knúsknús og hafðu það gott :*
kv. Sigrún hans Magga :)
Skrifa ummæli