fimmtudagur, 23. febrúar 2012

undarlegt

...dagurinn minn byrjaði í jóga tíma...
...já! ég trúi því varla sjálf en mér fannst það gaman & gott...
...það sem mér fannst meira skrítið var þegar ég var búin í tíma, sturtu og tilbúin í daginn...
...á leið út úr ræktinni með bros á vör þegar gaurinn í mótökunni spurði mig: hey ert þú ekki Ingibjörg? Ohh jú það er ég...ég hélt hann ætlaði að fara að skamma mig fyrir að hafa mætt svona lítið síðasta mánuðinn...ég fékk smá hnút í magann og var tilbúin með allar þær afsakanir sem ég hafði á færibandi...þá segir hann að hann það sé ein Ingibjörg að vinna með honum...ég varð hissa spurði hann hvort hún væri íslendingur og hann játaði...ég vissi ekki hvað ég átti að segja meira en eigðu góðan dag og svo gekk ég út...Ég er enn að pæla í því hvernig hann vissi að ég heiti Ingibjörg?
...eiGiÐ gÓdaN dAg...

Engin ummæli: