þriðjudagur, 30. september 2008

Að rifna úr stolti...

Jamm eftir skapvonskukastið sem ég fékk síðast fór ég að ráðum Ingu Rúnar og dróg andan djúpt... meira segja fimm sinnum...og viti menn...hér fáið þið lekkert blogg og lekkerar myndir...ég er mega montin...ligga ligga lá...
Gnúsinn er í þriðjudagstennis eins og vanalega...sem þýðir ein heima í kotinu sem er rosa huggó...ég elska að vera ein heima...stundum...ekki alltaf...
það sem er á stefnuskránni minni er vinna...saumaskapur...ræktun líkama og sálar...matarboð...tónleikar með DeUs...og bara almenn hugguleg heit...nú er orðið það kalt úti að maður getur með góðri samvisku sest upp í sófa breytt yfir sig teppi og glápt á tv...takk fyrir pent...talandi um gláp þá gaf ég næturvaktinni annan séns...ég horfði á einn og hálfan þátt og ég varð svo pirr að ég hætti...með mega hnút í maganum og haseteringu á hæsta...en nóg um það ég lagði þeim í smá stund...draga djúpt andann og koma svo...hafið þið það gott elskurnar...


Krúttfésin ég og ingan

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mega flott hja ther elskan. er einmitt ein heima sjalf i øjebliket og thad eru bara rolegheit, kertaljos, tedrykkja og huggulegheit:)

Nafnlaus sagði...

algjörlega sammála um að það er óendanleg kosý að vera ein heima stundum!
svíþjóðar katarínan