þriðjudagur, 25. ágúst 2009

ég sé fyrir endan á....

...því að vera grasekkja...sé líka fyrir endann á sumrinu...
...ég veit ég á ekki að segja þetta en ég hlakka til að fá haust og vetur...
...þá get ég klætt á mig hita...og bara verið í fötum yfir höfuð og liðið vel...það getur maður ekki á sumrin í danmörku...
...segi ég sem er að fara til Tyrklands eftir smá...í sól og sumar...það er samt annað þá er ég í fríi...og get einbeitt mér að því að svitna:)

En það er búið að vera hellingur að gerast í ágúst...ég fílaða...
Vala kom í heimsókn og spoonuðum við í þrjár nætur...milli þess sem við eyddum tímanum í drykkjuskap, spjall, stelpukvöld og annað slíkt sem vinkonur gera...það var æðislegt!

Daginn eftir að Valrusinn fór komu Katrín Johan og Jakob...það var líka æðislegt...við höfum ekki hist síðan mars 2oo7...þannig það var af nógu að taka!
Annnars eru bara góðir tímar framundan og hlakka ég barasta til...ég er að bíða eftir svari frá skólanum hér í köben sem ég var í skiptinámi í og sjáum hvað gerist...vonandi gengur planið mitt upp og ég byrja í skóla febrúar 2010...

Ég er búin að taka þá ákvörðun að vera hér úti um jólin...muhu...en það er aðallega vegna þess að ég er ráðin til 31 des í vinnunni og ef við skötuhjú ætlum að ferðast í jan þá er sniðugast að vera bara hér...langar samt að vera heima sérstaklega þar sem sætasta stelpan sagði Bibba hátt og skýrt í gær og benti á mig á tölvuskjánum...ég sakna Lovísu Lillý ógó bógó...og ykkar hinna auðvitað líka...þið eruð bara svo löngu farin að segja bibba að það er alveg old news...en ég krossa puttana og vona að það komi tilboð til að ég geti nú komið heim og knúzt fólkið mitt í smá stund einhverja helgi fyrir jól!

það eru komnar inn nýjar myndir...take a look!

love Bibban

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

skemmtilegar myndir, greinilega brjálað fjör hjá ykkur!!!
Hér er haustið komið og búið að rigna í 3 daga...ekki nógu spes...
Líst ekki nógu vel á aðþú komir ekki heim um jólin en vonandi nærðu að koma eina helgi.
Kv.Guðný

Julia sagði...

Góða ferð til Tyrkiet smukke Ingeborg.

ingarun sagði...

vei mér finnst æði að þú verðir hér um jólin því við ætlum líka að vera hér um jólin. jeij þá getum við gengið saman kringum jólatréð:)