þriðjudagur, 22. september 2009

Uppskrift af hinu fullkomna fríi...

2 stk. flugmiða til Antalya
2 stk rútuferð þaðan til SIde
1 stk íbúð að láni frá tengdaforeldrum
sirka 25-30 gráðu hitastig á daginn...
dash af bjór...
sjó til að kæla niður...á hálftíma fresti
láta brúnast á annari hlið og skipta svo yfir á hina þegar farið er að svíða...
dash af spili...má vera tægn og gæt, jungelspeed eða eitthvað í þeim dúr...verður hver og einn að bragða til...
þessu blandað vel saman og látið krauma í 10 daga...þá ætti fríið að vera fullkomið!

Það eru komnar myndir...njótið...

ps. Bibban kemur heim 18 nóv gnúsinn kemur 20 og við förum svo saman heim 24 nóv...ég hlakka til!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú alltaf vera heima á Íslandi og er alltaf svo rosalega abbó, góða skemmtun kannski við hittumst síðar á Íslandi og þá lengur en 5 mín.
xxx frá fraulein Katrín K

Nafnlaus sagði...

vei vei vei hlakka til að sjá ykkur á Íslandinu. Hrikaleg fín uppskrift af fríi, þetta hefur verið alveg geggjað hjá ykkur.
Kv.Guðný

fanneyf sagði...

Góð uppskrift af fríi og skemmtilegar myndir. Hlakka svo mikið til að sjá þig á klakanum í nóv :)

Nafnlaus sagði...

Bara æðisleg skrif hjá þér fullt af húmor og skemmtilegheitum. Skelli mér í myndirnar. Knús og kram mammammmmmmmma

Nafnlaus sagði...

Hvað er að frétta af kellunni?
kv.Guðný