...fríið á ÍSlandi...
Það var yndislegt í alla staði en eins og alltaf var það alltof alltof stutt...ég náði að gera helling en hefði viljað haft allavega fjóra daga í viðbót eða bara fjóra mánuði...við fórum í partý, sund, heimsóknir, matarboð, fjallaferð á risajeppa, búðarráp, kaffihús og bara höfðum það huggulegt!Ég er byrjuð að vinna aftur og lífið allt að detta í sama farið...það er svo sem ekkert til að kvarta yfir...þetta er voðalega ljúft...
Það er svo sem nóg að gera framundan og er það bara gaman...á morgun er það vinna og svo æfum við okkur gnúsinn í foreldrahlutverkinu þar sem Luna kemur í næturpössun...við ætlum að fara að sofa klukkan 21 í kvöld til að vera vel undirbúinn...djók...en þetta verður spennandi...
...á sunnudaginn förum við svo á FCK fótboltaleik í Parken...ég hef ekki hugmynd um við hverja þeir spila en Martin og Josephine buðu okkur að koma með...það verður líka mega spennó þar sem enginn af okkur fylgist með fótbolta...svo beint eftir leikinn förum við til tengdó í aðventumatarboð þar sem það er jú fyrsti í aðventu...og ég sem er ekki enn búin að búa til aðventukrans...hugsa ég kaupi bara tilbúinn...eða sleppi því eins og síðustu ár...svo er næsta helgi líka uppbókuð tvö afmæli og skemmtileg heit...
...annars er það mest mandarínu át og prjónaskapur sem stendur uppúr síðan ég koma heim...
og fyrir sigga storm þá hefur nóvember í ár verið í fyrsta skipti frostlaus í danmörku auk þess að það hefur einungis verið helmingur af sólartímum sem voru í nóvember 2008...þetta útskýrir mjög svo gráan nóvember...
Takk allir fyrir okkur þetta var æðislegt!
en það eru myndir í albúmi kíkk!
9 ummæli:
Hæ
takk fyrir síðast :) gaman að fá að sjá fram í ykkur.
Þið eigið eftir að standa ykkur mega vel í pössunarhlutverkinu!! Hef fulla trú á ykkur.
Mæli með að kaupa aðventukrans úr t.d. smíðajárni eða silfri, þá áttu hann alltaf ár eftir ár og kaupir síðan falleg lituð kerti í hann. Þetta var innanhúsarkítektarráð dagsins.
Knús
Kv.Guðný
bibba! innilega til hamingju með að vera komin í parapeysu, eigiði líka eins krumpugalla? hahaha. flottar peysur samt!
er gnúsinn sjúkur í appelsín?
vá ertu ad grínast med krúttin í stíl! thid erud ofurkrúttleg!
og Luna hefur ekki talad um annad alla vikuna en hvad thad var gaman ad gista hjá Babú... :)
Hæ elskuleg flottar myndir og verði ykkur að góðu( ætlaði að setja inn comment á myndir en fannst það eitthvað flókið svona í fljótheitum ) Bara fyrsta ferðinn vonandi verða þær miklu fleiri !!
Sakni sakn knús og kram. Mamma
Elsku Bibba - parapeysurnar eru bara to die for :)
Rosa gaman að hittast þó stutt væri - það er alltof of stutt sko.
Vonandi gekk pössunin vel :)
Kossar og knús
Parapeysumyndin er á leið í stækkun 100X100!
Knúsar frá Bibbuparasjúku!
Skrifa ummæli