Gleðileg jól og gott nýtt ár...
Jæja þá er komið 2o1o allt of snemma fyrir minn smekk...ég sem hélt upp á tvítugsafmælið mitt á sportbar sælla minniga fyrir korteri!
Svona geturu þetta verið undarlegt...
Jæja þá er komið 2o1o allt of snemma fyrir minn smekk...ég sem hélt upp á tvítugsafmælið mitt á sportbar sælla minniga fyrir korteri!
Svona geturu þetta verið undarlegt...
Af mér er það að frétta...
...ég hélt dönsk jól í fyrsta skipti...
það var huggulegt...öðruvísi en huggulegt...
ég fór í kirkju, borðaði önd og fleskestæg, dansaði í kringum jólatréð og söng danska jólasálma sem ég hafði aldrei heyrt áður...ég sló líka á létta strengi og tók eitt íslenkst jólalag...mér til skammar mundi ég eitt...eitt erindi úr einu lagi...en það söng ég einsöng með tengdafjölskyldunni meðan við fimm fullorðnar manneskjur héldumst í hendur og dönsuðum í kringum jólatréið....já maður á aldrei að segja aldrei!
Svo höfum við verið í Sorgenfri næstum síðan 26 des...með smá millilendingu í siðmenningunni...fórum og fengum okkur running sushi milli jóla og nýjárs með Josse og Martin...það var rosa gaman...héldum áramót með Júlíu, Ingu Rún þeirra mökum og fjölskyldum...það var æði! Við hoppuðum inn í nýja árið eins og dönum sæmir!
Meðan við vorum í úthverfunum fórum við á skauta...við fórum líka einn dag tils víþjóðar á snjóbretti...þetta var allt saman æðislegt...Við erum að fara til Indlands fljótlega...það verður að öllum líkindum æðislegt...ég er búin að sprautast, fá visa, og tryggingar þannig ég á bara eftir að pakka...við ætlum að vera á Goa í suður Indlandi þar sem við erum með hótel...og planið er síðan að fara til Mumbai í þrjár nætur...ÉG er ekki farin að hlakka til þannig held bara að ég átti mig engan vegin á því að ég sé að fara að vera í sól í miðjum janúar...fæ pottó spennusting í mallan þegar ég pakka sumarfötunum niður í tösku!
Um helgina er nóg að gera, tvö afmæli og matarboð spennandi!
Jæja þetta var svona það helsta sem er að frétta úr baunalandi...og svo eru komnar myndir á myndasíðuna frá smá nóv og svo des og jan...njótið
Sakn as always...BibbuZ
2 ummæli:
hahaha snild að þú varst með jóla jóla saunginn.
love it
en hvað það hefur verið huggulegt hjá ykkur á aðfangadag, voðalega er þetta fínn sumarbústaður.
Þú ert með rosalega fallega perlufesti á myndunum, hver gaf?
Núna ert þú í hitanum á Indlandi, er ekkert abbó...hmmm.
knús Guðný
Skrifa ummæli