Sem sagt...
Við lögðum af stað snemma morgunns 23. jan og flugum í 12 tíma...jamm hressandi...það kom mér á óvart hvað ég varð ekkert haseteruð...svona er maður þroskaður...
en allavega mættum við upp á hótel um eitt leytið að Indverskum tíma röltum svo út og fengum okkur einn bjór fyrir svefninn. Góða nótt og bless...
annan daginn vöknuðum við og fórum í morgunmat á hótelinu...það var alls ekki týpískur morgunmatur...það eina sem var ætt að okkar mati var það Indverska sem var á boðstólnum þannig það sem eftirlifði ferðar borðuðum við Indverskan morgunmat...allavega tékkuðum við á ströndinni í tvo tíma og röltum síðan um Calangute þar sem hótelið okkar lá...ekkert sérstaklega spennandi hverfi þar sem það var allt of mikið af túrhestum! Við fórum síðan huggulegt út að borða um kvöldið...með stærstu leðurblöku sem ég hef séð við hliðiná okkur...svo kósý!
Næstu tvo daga löbbuðum við eftir morgunmat yfir til Candolim sem tók sirka 30 mín meðfram ströndinni og eyddum deginum þar í afslöppun og sólun...eða skuggun...fór allt eftir hitastigi...ég er hreinlega ekki gerð fyrir of mikinn hita! borðuðum svo kvöldmat á ströndinni og röltum síðan heim og drukkum bjóra á svölunum á hótelinu. Við fórum í allskonar leiki...meðal annars hver er maðurinn og hljómsveitarleikinn...sem sagt svaka partý!
Á miðvikudeginum fróum við síðan á miðvikudagsmarkaðinn í Anjuna...þangað þarf að taka leigubíl sem tekur um það bil 30 mín og maður borgar 25 danskar krónur...maður gæti alveg vanist því!
Það var æðislegt að koma á svona markað og var það meira fyrir upplifunina heldur en að kaupa eitthvað sem við fórum...en komum alveg með góss til baka. En deginum eytt í Anjuna og bara gaman af því! Borðuðum svo á The German bakery um kvöldið sem er svona gamall hippastaður og allskonar fólk sem kemur þangað...við vorum svo heppin að það voru tónleikar þar um kvöldið sem var bara bónus!
Fimmtudagurinn fór mest í að undirbúa sig undir ferðalag til Bombay sem beið eftir okkur um kvöldið...Við tókum rútu frá Mumbsa um 21...rútan var alls ekki venjuleg rúta...þar sem við höfðum pantað sleepers fengum við þartilgerðan bekk sem við þurftum að liggja á sem kom sér voða vel þar sem rútuferðin var 12 tímar yfir hánótt...með tveimum pissustoppum....og til að útskýra pissustopp á invesrskan máta betur það var konum vísað í eina átt og mönnum í hina...þar sem ég fór bakvið einhvern skúr í niðamirkri þar sem allar konurnar í rútunni sátu á hækjum sér og pissuðu...ég stóðst það próf og horfði á stjörnunar í stað þess að telja rotturnar á meðan ég sat á hækjum mér! sem betur fer sofnaði ég síðan þegar rútan yfirgaf pissustoppið og sváfum við þangað til við áttum klukkutíma eftir...æðislegt...!
Við komum til Bombay um 9 leytið um morguninn í steikjandi hita og þurftum að byrja að finna hótel...fyrsta sem við fórum á var fullbókað...ónó...næsta líka...en þegar hann sá vonleysissvipinn hjá okkur ropaði hann út úr sér að hann ætti nú 4jra manna herbergi laust...hummm....endaði með að við ákváðum að taka það í eina nótt og reyna síðan að finna eitthvað annað...það endaði samt með því að við vorum á sama hótelinu YWCA (http://www.ywcaic.info/rates.htm) allan tímann...en fórum frá því að vera í fjölskyldu herbergi niður í þriggja manna:)
Bombay var rosaleg...brjáluð umferð...brjálað mikið af fólki...brjáluð mengun...brjáluborg...á mjög góðan hátt...
eftir að við höfðum tékkað okkur inn gengum við að Gatway of India og Taj Mahal Palace & Tower. EFtir það fórum við á listasafnið Jehangir ARt Gallery, Löbbuðum síðan að Marine Drive þar sem Indverjarnir horfa á sólsetur...við gerum það og fórum svo upp í veitingastaðinn the Dome og fengum okkur drikk með rosalegt útsýni! fórum síðan upp á hótel borðuðum þar og kíktum síðan á barinn í bjór...
Daginn eftir fórum við og sáum HAji Ali Daragh moskuna, Banganga Tank (sem er heilagasta vatn hindúa) Sæaum líka Nehru Planetarium and center...þar fór Gnúsinn að skoða sig um meðan ég sat í makindum mínum og hvíldi lúin bein. Hann kom síðan einum tíma síðar með skilti um hálsinn þar sem á stóð Magnus Madsen Student. Þá hafði honum verið boðið að vera með í ráðstefnu sem fór fram og varð hann mun vitrari. Við fórum líka á markað þar sem það var selt allt frá banana og upp í síamsketti!
Þetta gerðum við allt fyrripart dags og fórum þá yfir í hverfi sem heitir Bandra og er svona meira nýtískulegt...þar vorum við fram á kvöld og enduðum á að fara í bíó með Indverjunum...það var æðislegt...það byrjaði á því að þjóðsöngurinn var sunginn og allir stóðu upp og sungu með...síðan byrjaði myndin og þeir lifa sig skemmtilega mikið inn í og hlæja endlaust...í miðri mynd var síðan stoppað og gaurinn kíkti út og sagði að nú væri hlé...það féll ekki alveg í kramið hjá áhorfendum sem sögðu honum að það væri ekki tími fyrir hlé og hvort hann gæti ekki kveikt á air con...allt saman mjög skemmtilegt....
Framhald fljótlega....dudududummmm
ps...það eru allar myndir komnar inn en hef ekki skrifað við allar...þetta er alveg nokkra daga verk!
2 ummæli:
Vá æðislegt - takk fyrir þetta. Keyptuð þið síamskött???
skemmtilegur pistill hjá þér elskan :) Kv.Guðný
Skrifa ummæli