Jæja lömbin mín...þá kom að því Bibbuzinn varð þrjátíu!
Já ekki hefði mig grunað hversu vel það leggst í mig...mæli alveg með þessu!
Indlandsblogg hluti tvö er hér með aflýst...þar sem ég man ekki hvað við gerðum! (aka. bara orðið of langt síðan og margt annað skemmtó búið að gerast).
Það helzta:
Pabbi kom í heimsókn til að smella afmæliskossi á gnúsann...kom og gisti eina nótt og náði afmælismorgunmat gnúsans í leiðinni! það var gaman...svo héldum við smá afmæli fyrir gnúsann og vini hans...það var líka gaman...
Guðrún Erna kom líka í smá helgarheimsókn og var það yndi!
Síðan leið mars bara og ég veit eiginlega ekki í hvað hann fór...allavega kom allt í einu apríl og hófst hann með látum...(enda afmælismánuðurinn minn)...1. apríl fórum við í páskefrokost heima hjá MAds og Stine sem er vinur gnúsans og kæró hans...frokostinn byrjaði klukkan 13...við fórum heim klukkan 5.00 2 apríl...það var hressandi...spiluðum meðal annars keilu borðuðum góðan mat...og drukkum góðan bjór...og rauðvín og....ég dansaði magadans í búning...eins og atvinnumönnum sæmir...það var brotin ljósakróna, hringt á lögguna og bara svona þetta sem er gert í alvöru partý!
Við fengum góða gesti í páskalambalæri...Sigga, Arnþór og Gunnar Helgi voru nebblega hér um páskana og var það æði!
Síðan hófst bara niðurtalning fyrir alvöru yfir íslandsförinni sem ég hafði beðið lengi...enda ekki verið heima í langan langan tíma...útlitið var svart á tímabili útaf blessaða eldgosinu...en ég tók til minna ráða og bað til guðs þrjár nætur í röð...(nota bene man ég ekki hvenær ég hef beðið til guðs) og það virkaði! ég komst með fyrsta fluginu frá kaupmannahöfn eftir fimm daga lokun...gnúsinn komst með síðasta fluginu áður en það var lokað á keflavíkurflugvelli...og við komumst heim á þeim átta tímum sem keflavíkurflugvöllur var opinn áður en honum var lokað aftur og fólk sent á akureyri eða þaðan af verra...ekki hægt að kvarta yfir því...takk gUð!
Ég átti æðislegan tíma á íslandi og þúsund þakkir allir fyrir mig og þá sérstaklega á afmælisdaginn...takk fyrir alla hjálpina elsku fjölskylda...ástarknús á ykkur þið eruð *gull*
Ég fékk svo rosalega mikið fallegt í afmælisgjöf að ég er enn að átta mig á því...ég bjóst alls ekki við þessu! *TAKK*
Ég er strax farin að hlakka til að koma til íslands aftur...en áður en ég kem til íslands á ég eftir að fara til London, og París. Það er nóg að gera!
Nú er sumarið að koma til dk og ég tek því opnum örmum með bros á vör í sumarskóm!
ég er búin að setja fullt af myndum...njótið ástarhnoðrar!
1 ummæli:
Indisleg skrif hjá þér elskuleg.
Skelli mér í að skoða myndir og láta mér hlakka til þegar þú kemur næst í heimsókn ...
Knús og kram MMMMAAAAMMMMaaaa
Skrifa ummæli