fimmtudagur, 18. nóvember 2010

It´s alive!

Dýrið lifir...góðu lífi meira að segja!
vona þið hafið ekki haldið að ég væri öll rétt 30 ára!
nei ég á sko nóg eftir....minnið er þó aðeins farið að hraka þannig ég hef ákveðið að byrja aftur að skrifa hér til að muna hvað ég gerði í gær! já svona er þetta!

Nú er ég loksins komin í skólann og er nú bara ágætt að vera byrjuð að nota heilann aftur...hann er á sínum stað en frekar riðgaður...búin að smyrja hann vel síðustu mánuði...þetta mjakast...
Ég er alveg að fíla þetta...fíla líka bekkjarfélagana mína...er að meðaltali tíu árum eldri en þau...þau halda mér ungri enda er ég ekkert annað!

þetta með að vera ung...ég vil ekki verða fullorðin...mér finnst það rosalega óspennandi...reikningar, skuldir, skatturu name it þetta fer mér einfaldlega ekki! þannig ég hallast að því að 30 is the new 20!
Ég kem heim að kvöldi 19 des og verð til 2 jan...and im counting! það er sem sagt komið að íslenskum jólum þetta árið og verður það yndislegt. knúsa alla og kramma alla sem ég sakna...yndi! og ég stend á flugvellinum áður en ég veit af þar sem það er nóg að gera þangað til...verkefnaskrif, klára praktik, 60 afmæli hjá Heiðu og Guggu, dEfToNeS tónleikar, tvö fjölskyldujólaboð, jólafrokost með bekknum, galleriopnun og svo borða mandarínur! þetta hljómar yndis!
Nú þarf ég að stinga mér til sunds í bókaflóðinu sem bíður mín og afgreiða eitt stk verkefni!

P.o.
bibban

Engin ummæli: