Tíminn líður einfaldlega of hratt...jamm sumarið er búið og haustið komið.
Sumarið mitt var gott...eftir prófatörn satans (sem mér fannst aldrei ætla að taka enda) flúði ég til landsins góða! Þar tók á móti mér blíðskapar veður og yndislega fólkið mitt...þá meina ég ykkur öll! Þar var ég í dekri allan júlí mánuð og kom til danzka landsins út kvíld og bólstruð!
Ég smellti fingri (bara á annari hendi) og ágúst var búinn! Mér leið svolítið svona eins og að vakna upp af góðum draumi og rembdist við að sofna aftur...en það tókst ekki! Skólinn staðreynd og ekkert við því að gera. Nú er það sem sagt taka tvö! Það eru ekki allir svo heppnir að fá að gera tvær BA ritgerðir í Félagsráðgjöf! Til hamingju Ingibjörg med heidurinn!
Annars kann ég alltaf vel við haustin, elska litina, elska kertaljós, elska að geta verið í fötum án þess að svitna á efrivörinni og samt ekki vera að frjósa, elska rólegheitin (þó ég sé ekkert rosalega róleg yfir heiðursverðlaununum mínum), elska að það sé stutt til jóla og þar af leiðandi ennþá styttra í að mandarínurnar koma í búðirnar!
Sjáum nú hvað ég verð dugleg að blogga héðan í frá (líklega rosa dugleg meðan ég skrifa ritgerðina:))
Góðan fimmtudag
Bibban
ps. það koma myndir frá sumrinu við tækifæri:)
| Við systkynin út í Æðey |
Ég smellti fingri (bara á annari hendi) og ágúst var búinn! Mér leið svolítið svona eins og að vakna upp af góðum draumi og rembdist við að sofna aftur...en það tókst ekki! Skólinn staðreynd og ekkert við því að gera. Nú er það sem sagt taka tvö! Það eru ekki allir svo heppnir að fá að gera tvær BA ritgerðir í Félagsráðgjöf! Til hamingju Ingibjörg med heidurinn!
| Ég, mamma & afi á eyjunni Ven |
Annars kann ég alltaf vel við haustin, elska litina, elska kertaljós, elska að geta verið í fötum án þess að svitna á efrivörinni og samt ekki vera að frjósa, elska rólegheitin (þó ég sé ekkert rosalega róleg yfir heiðursverðlaununum mínum), elska að það sé stutt til jóla og þar af leiðandi ennþá styttra í að mandarínurnar koma í búðirnar!
Sjáum nú hvað ég verð dugleg að blogga héðan í frá (líklega rosa dugleg meðan ég skrifa ritgerðina:))
Góðan fimmtudag
Bibban
ps. það koma myndir frá sumrinu við tækifæri:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli