Ég var að lesa í gegnum gamla bloggið mitt og fann þessa færslu...fannst það soldið magnað því mér líður voða svipað núna rúmlega tveimur árum seinna...nema mér finnst ekki ódýrt að versla hér...það er rándýrt...og ég sakna íslenska vatnsins ekkert mega...danskt vatn úr ískáp er mega gott...og veðrið hér var sko ekki yndi í gær...mér ringdi niður...en í dag er það svo sem mega þannig jamm lesið bara og njótið!
Ps...Það eru komnar nýjar myndir hér til hliðar...
18. júlí 2006 klukkan 15:37
þegar ég flutti til dk þá gat ég varla beðið eftir því að losna frá öllu sem heima var....eða svona næstum því...nú er ég búin að vera hér í að verða mánuð og ég er strax farin að sakna hluta að heiman.....ég hef ákveðið að telja þá upp því ég er handviss um að þeir eru mun færri en þeir sem ég elska hér í kóngsins....Ps...Það eru komnar nýjar myndir hér til hliðar...
18. júlí 2006 klukkan 15:37
Söknulisti:
Vinir mínir
Fjölskyldan mín
Íslenskt vatn
Ellefan (saknaði hennar endalaust á laugardaginn)
rúmsins míns endalaust
Hlutir sem ég elska við dk:
Veðrið er yndi
Hjóla um eins og ég hafi fæðst með pedala í staðinn fyrir il
Maður hefur alltaf eitthvað að gera
Svo mikið líf rétt handan hornsins
Vinir mínir í dk
Maður kynnist nýju fólki
Það er svo ógó miklu skemmtilegra að heyra frá vinum sínum á Íslandi þegar maður er í útlöndum
Það er svo ódýrt að versla hér
Fullt af skemmtilegum tónleikum
og já ég verð að bæta bara inn á þennan lista seinna meir en listinn fyrir dk er klárlega lengri þannig ég kann greinilega betur við mig hér og þýðir það að ég kem ekkert heim í bráð....ef ég gæti sameinað þessa tvo lista og haft það með mér í dk væri þetta fullkomið....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli