nær og fjær...núna sit ég í ný þrifnu íbúðinni minni nýþrifin með handklæði á hausnum og elska það...hlakka svo til að leggjast upp í rúm...eftir smá strembin dag... og finna brakið í hreinum rúmfötunum...já ég er kannski smá bil en hver elskar það ekki???
DAgurinn minn byrjaði illa...í fyrsta lagi ætlaði ég í leikfimi eins og svo rosalega marga morgna undanfarið og einhverra hluta vegna get ég ekki vaknað...tilefnið til að vakna klárlega ekki nógu spennandi...en nóg af því...ég vakna þá einum og hálfum tíma seinna en áæltað var og pirr út í sjálfa mig yfir aumingjaskapnum...man núna eftir plakati sem hékk inn í þvottahúsi hjá katrínu í Reykjabyggðinni og á stóð: Hristu af þér slenið!!!...þetta var nota bene 1900 nítíu og eitthvað...
en ég kemst þó í sturtu og föt og út á hjólið mitt....hjóla af stað...sömu leið og ég er vön að fara en fer líklega ekki aftur...Istegade...ég varð vitni að því að ráðist var á stelpu...klukkan korter í tíu...á þriðjudagsmorgni...og það gerðist hliðina á mér...
í stuttu: hún var að labba og á móti henni kemur dópisti, heimilislaus, alkólisti...hann er eitthvað af þessu þrennu eða allt í bland...ÓgæfUmaður...hann byrjar að öskra á hana og slá til hennar og hrinda henni...um það leyti var ég alveg hliðina á þeim og ég Fraus...vissi ekkert hvað ég átti að gera...hægði mega á mér...leit í kringum mig og hugsaði hver andskotinn...í því stoppar bíll og út úr honum koma tveir danskir gaurar öskrandi: Hvad fand sker da her...við það hræðist ógæfumaðurinn...stelpan hleypur í burtu og ég held áfram að hjóla...með höfuðið samt aftur á bak...sá að strákarnir fóru og áttu afskipti af ógæfumanninum og stelpan var laus...ég var hrædd...og þakkaði guði fyrir að þessi bíll keyrði framhjá því hvað hefði ég og hórurnar tvær hinu megin við götuna gert ef bíla gaurarnir hefðu ekki gripið inní...það er erfitt að segja...fékk mega sammara yfir að hafa ekki stoppað og gert eitthvað en gnúsinn hughreysti mig og sagði að í svona astöðu væri ekki sniðugt sem stelpa að grípa inní...því maður veit aldrei...
frá og með deginum í dag ætla ég að hjóla aðra leið í vinnuna...
góða nótt frá danmörkunni
4 ummæli:
Ég er nú sammála gnúsa. Bibban farin að berjast við rónana hljómar ekki vel..Vertu nú ekki samara yfir því..knús og kossar
Kveðja Sólveig Helga
Ef þú pælir í því, ef bíllinn hefði ekki stoppað hefðiru pottþétt gripið inní, þannig bannað að vera með sammara!!Líka stundum verður maður að passa upp á sinn eigin rass á svona stundum, því hvað veit maður hvað gerist næst!!! En um að gera að vera á hjólinu í stað þess að ganga, algjört stórborgartrix! Gangi þér vel, og takk fyrir aðstoðina með prógrammið, sendi details á mánudag! Bestu kveðjur frá Sydney. Fjóla
úffff fegin að þetta varst ekki þú sem hann réðst á !! en jiminn ég hefði líka frosið og satt hjá gnúsanum þínum að það var ekki mikið sem þú gast gert .. það er það sorglega í þessum heimi að stelpur ´ráða síður við svona ógeð heldur en gaurar .. þannig að við erum soldið vanmátta gagnvart svona!
again - leitt að þú hafir orðið vitni að svona ógeði en gott að þetta varst ekki þú :)
KNÚS KNÚS og farðu vel með þig :*
jeminn hasar! en ég skal taka þig í buffkennslu þar sem að ég kýldi strák um daginn sem greip í mig þegar ég var úti að labba um kvöld. Held reyndar að hann hafi verið að reyna að djóka eitthvað en mér fannst það ekki fyndið!
Skrifa ummæli