fimmtudagur, 8. nóvember 2012

Hverdsagsleikinn í hávegum hafður!

Ég er búin að fá þennan heim...loksins... 



Hann er kominn á fullt í vinnu eins og áður var...sem sagt til 23 á hverju kvöldi og ég "dunda" mér með bros á vör (lesist hatursaugu) við ba-ritgerðina á meðan...

...í kvöld fer ég að vinna...á barnasímanum...nema hvað...ég var beðin um að vera yfir annari sem er að fara á sína fjórðu vakt!... ég á sem sagt að vera með eina i oplæring eins og maður segir það á fallegri dönsku...ég reyndi að koma mér undan því með því að segja að mér fannst ég ekki alveg tilbúin til þess...og það er true story...því var sem sagt ekki tekið sem giltu svari svo þá er ekkert annað að gera en að demba sér út í það...

...svona ykkur að segja...
...þá kætir vinnan mín mig oft, oftar, oftast...en gerir mig líka stundum leiða...
...stundum fer ég að hlæja af því börn og unglingar geta verið sniðugir, skemmtilegir og með ímyndunarflug sem ég stundum gapi yfir!  En svo eru líka börnin og unglingarnir sem eiga mjög erfitt...og það eru því miður svo margir sem eiga engann og þá meina ég engann sem þau geta talað við um hvað þeim er illt í hjartanu! mér finnst það alltaf jafn sorglegt og hugsa á sama tíma...VÁHÁ hvað ég er heppin...ég á yndislega fjölskyldu (meira segja stærri en margir) yndislega vini og síðast en ekki síst yndislegan kærasta...
...það gefur mér stundum sting í hjartað að hlusta á það hvað sum börn og unglingar þurfa að lifa með/við en á sama tíma fyllist ég stolti og svo mikilli gleði að hjartað næstum springur og ég brosi hringinn af því að bara það að hlusta á þau og gefa þeim leyfi til að vera þau og enginn annar gefur þeim oft von...von um betra líf...stundum þurftu þau bara að segja þetta við einhvern og að ég fái tækifæri á að vera þessi einhver er ég svo þakklát fyrir! 
Og svo kvarta ég yfir BA skrifum sem ég valdi mér sjálf...ég er hér með hætt því:)

Þá fékk ég smá létt af hjartanu mínu!

knús yfir hafið elskurnar myndirnar og Hong Kong ferðasaga er totally næst á dagskrá 

2 ummæli:

Julia sagði...

Fallegt. Þú rúllar BA upp. Og hlakka til að fá Hong Kong ferðasöguna :) Sjáumst um helgina víha!

Nafnlaus sagði...

Falleg innan sem utan elsku yndislega dóttir mín. Þú getur svo sannarlega komið orðum á blað og hrært við manni Stórasta knús í heimi á ykkur turtildúfur.
Ást og sakn Mútta.