Ég hef átt mér
draum í nokkuð mörg ár...þessi draumur var í flokki þeirra drauma sem maður á
en heldur að verði aldrei að raunveruleika....Draumurinn var að komast til Hong
Kong...afhverju ég hafði þann draum get ég ekki sagt neitt um...ég vaknaði bara
einn daginn með þann drauminn...Þetta nefni ég við Magnus fyrir einhverjum árum
síðan og hefur hann minnst á þetta af og til...ég var ekkert mikið að kippa mér
upp við það þar sem þessi draumur var jú einn af þeim sem verða ekki að
veruleika...það hélt ég alveg þangað til Magnusinn hringdi í mig í sumar og
tilkynnti mér: You got mail! já þetta var alveg svoleiðis...því meili fylgdi
flugmiði fyrir MIG til Hong Kong...já ok...bíddu...WHAT!
12 oktober var
lagt í hann...med spennu meira segja mikla spennu í mallanum...Vid flugum
seinnipart kvölds og millilentum í Helsinki (Þá get ég loksins sagt að ég hafi
komið til Finnlands og nei ég náði ekki að fara í gufu) og svo beina leið (bara
tíu tímar) til Hong Kong...
Við vorum að
lenda um 14 á Kínatíma...25 gráður...sem sagt sviti á efrivör á
bibbumælikvarða...næst var að koma sér á hótelið...samgöngur í Hong Kong eru
ekkert slor...við tókum bus frá flugvellinum niður í bæ....við *hóst* ég, hafði
ekki alveg gert mér grein fyrir því að götur í Hong Kong eiga eftirnafn eins og ég á Magnúsdóttir eiga göturnar í HK td. Central, east eða west...einhverskonar byrjendamistök kýs ég að kalla
þetta...en allavega þetta varð til þess að við vöfruðum um í klukkutíma með
allan farangurinn á bandvitlausri götu...og það má bæta því við að það eru ekki mörg undirgöng í Hong Kong
(allavega sá ég tvö) en það er rosa mikið af “yfirgöngum” sem hjálpa manni að
komast yfir stórar götur...það var ekstra hressandi með farangurinn...gott að
Gnúsinn minn er ofurmenni!
Hérna sést í smá hluta af "yfirgöngum" |
...en að sjálfsögðu endaði Pollýanna og
ofurmennið á því að finna hótelið með smá hjálp frá mjög svo góðhjörtuðum Hongkongingi...spurðum hann til vegar og hann labbaði með okkur í 15 mín og fylgdi
okkur upp að dyrum...svona eru hongkongarnir gestrisnir! Þar með var fyrsta
tilgáta mín um kínverja jörðuð!
Hótelið var dásemd...snögg sturta...og svo var ekki seinna vænna en að koma sér
út af því aftur og skoða umkverfið, allt það sem við náðum ekki að njóta í hótelleitinni...
Ég get alveg viðurkennt það að ég varð ástfanginn á núll einni...og
það svona alveg...VÁ....hvað er að frétta!
Þetta er garður sem var hliðina á hótelinu okkar |
Við röltum upp Hollywood road sem var nokkrum götum frá því þar sem við bjuggum. Við sem sagt bjuggum í hverfi sem nefnist Soho og er hluti af Central hverfinu á Hong Kong eyjunni! Hong Kong er sem sagt bæði Hong Kong Island (þar sem við bjuggum) og svo hluti af meignlandinu. Við fengum okkur snæðing og svo fengum við aðeins nasaþefinn af næturlífinu í HK...
Þarna erum við komin á víetnamskan veitingastað |
Það var mikið af svona almenningssvæðum þar sem fólk hafði það huggulegt og við settumst á bar sem lá við þetta hérna að ofan og fengum okkur bjórsopa...þó var
ekki mikið af kröftum eftir í ofrumenninu og pollýönnu svo við fórum frekar
snemma í bólið þetta kvöldið til að geta tekist á við ævintýri morgundagsins.
Kvöld útsýnið |
Morgundagurinn
var sem sagt sunnudagur...palemo og kaffi í morgunmat (eins og alla hina
dagana)
...og svo var stefnan tekin á útsýnis rútuna til að við gætum fengið smá yfirsýn yfir hin ýmsu hverfi og hvað það væri sem okkur langaði að sjá...Við
röltum því niður á höfn og meðfram vatninu þangað til við komum að rútunum...á
leiðinni urðu á vegi okkar, fiskimenn, fullt fullt af filipínskum konum í hópum
sem sátu út um allt...undir brúm...ofan á brúm...bara
allsstadar...við erum ekki enn búin að komast af því hvað þeirra hlutverk var
en eitt gisk hljómar...atvinnuleit...
Við tókum svona hop on og off bus...og ákváðum
að hoppa úr í einu hverfi sem okkur leyst rosa vel á...og heitir Casway
bay...þar kíktum við í búðir og reyndum að gapa ekki of mikið (það gæti þótt
dónalegt í kína) yfir öllum dýru búðunum...Gucci, Prada, Armani...name it....þarna
eyddum við sem sagt restinni af eftirmiðdeginum og fórum svo aftur í heim til Soho.
Við fengum okkur kvöldhressingu og röltum um hverfið okkar...meðal annars eru rúllutröppur
utandyra sem bera mann upp á hæð...Soho hverfið er mikið hallandi og því dásemd að hafa svona...við enduðum síðan á sama stað og kvöldið áður í einn bjór fyrir svefninn...á dagsskránni daginn eftir var nebblega strandferð! bíðið spennt!
p.s. mér finnst hálf vandræðalegt að vera að reyna að koma þessu niður á blað...af því að svo mikið af þessu öllu saman er upplifunin og stemningin og bara að vera peð milli allra þessara yfirþyrmandi bygginga og vera að upplifa menningu sem maður er ekki vanur....það er svo erfitt að miðla því áfram...þannig að það skiljist á þann hátt að maður vilji að það skiljist...skiljiði?
en ég skal gera heiðarlega tilraun til að koma þessu frá mér svo þetta hljómi ekki sem leiðinlegt ferðalag því það var það svo alls ekki...þetta var besta ferðalag sem ég hef farið í...hingað til...og er það kannski þess vegna sem mér finnst erfitt að koma því frá mér...en ég ælta ekki að drepa ykkur með allt í einu innleggi og hætti þess vegna hér...þangað til á morgun! To be continued!
1 ummæli:
Bíð spennt eftir framhaldinu !
Mútta
Skrifa ummæli